Stefán Briem

Verktaka og þjónusta

 Íslensk heimasíða         Dansk        English        Esperanto


Sjálfstætt starfandi við tungutækni og þýðingar, einkum vélrænar þýðingar (vélrænar tungumálaþýðingar) eða þýðingar með vélrænum aðferðum sem fylgt er eftir með handvirkum leiðréttingum og lagfæringum á málfari.

Áhersla er lögð á vandaðar þýðingar nytjatexta/upplýsingatexta og sérsniðna aðferð með hjálp tölvu fyrir hvert þýðingarverkefni. Mest reynsla af þýðingum í tölvunarfræði/upplýsingatækni og á hugbúnaðartextum, m.a. í viðskiptahugbúnaði.
 

Verkefni í tungutækni:

Tungutækni snýst um að nota tölvur og tölvubúnað til að fást við tungumál. Verkefnin geta verið af ýmsu tagi. Nokkur dæmi um slík verkefni má sjá á vefsíðunni um menntun og fyrri störf. Taxtar eru eftir samkomulagi.

Á vefþjóninum Tungutorg, sem Stefán rekur (a.m.k. til 29. mars 2009), er gjaldfrjáls aðgangur að vélrænum grófþýðingum á textum af takmarkaðri stærð. Um er að ræða þýðingar sem nefndar eru í töflunni hér á eftir. Kostur er á að fá stærri texta vélþýdda gegn greiðslu eftir samkomulagi.
 

Vélrænar grófþýðingar:


 frummál  --> markmál     taxti eftir samkomulagi
 esperanto --> íslenska        byggt á 44 000 orðstofnum í esperanto
 íslenska   --> danska          byggt á 24 000 íslenskum orðum 
 enska      --> íslenska         byggt á 69 000 enskum orðum           Staða og sýnishorn
 íslenska   --> enska            byggt á 93 000 íslenskum orðum       Staða og sýnishorn


Vandaðar þýðingar:

 
 frummál  -->   markmál   taxti eftir samkomulagi
 danska  -->   íslenska  
 enska  -->   íslenska  
 esperanto   -->   íslenska  
 íslenska  -->   esperanto   

Ritvinnsla og umbrotsvinna eftir samkomulagi. Mikil reynsla í notkun umbrotskerfisins LaTeX.

Á greiðslur fyrir verkefni innanlands leggst 24,5% VSK.

Textinn á frummálinu þarf að vera í tölvutæku formi. Hægt er að semja um afslátt af taxta, sé til þess tilefni, t.d. ef um er að ræða sérstaklega stór verkefni eða önnur verkefni þar sem vélrænar aðferðir flýta mjög fyrir.

Frágengnum þýddum texta er skilað eftir óskum viðtakanda í tölvutæku formi með tölvupósti, á 3,5"-disklingi eða á geisladiski, eða þá prentuðum á A4-blöð með geislaprentara.
 

Búnaður:

PC-tölva
Skanni
Geislaprentari 1200x1200
 

Síðast breytt 29. júní 2008